Styrkur eldgossins óbreyttur

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli eins og hann leit út í fyrradag.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli eins og hann leit út í fyrradag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Eyjafjallajökull heldur ótrauður áfram að gjósa eins og verið hefur undanfarna daga. Engar breytingar hafa orðið á gosinu síðan í gær, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Vindur feykir öskunni í suðaustur og er öskufall nú á svæðinu í kringum Mýrdal, en nær austast að Heiðarvatni norðan Víkur í Mýrdal.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sést strókurinn vel. Hann er af svipaðri stærð og hæð og verið hefur. Hann er nú ljósgrár á að líta og ekki mjög dökkur miðað við það sem verið hefur. Lögregla þurfti ekki að aðhafast neitt sérstaklega í nótt vegna öskufalls.

mbl.is

Bloggað um fréttina