Ameríkuvélar á Akureyri

Vélar Icelandair þurftu að lenda á Akureyri í morgun.
Vélar Icelandair þurftu að lenda á Akureyri í morgun. mbl.is/gsh

Keflavíkurflugvöllur er lokaður vegna öskufalls og flugvélar Icelandair sem komu frá Bandaríkjunum síðla nætur þurftu að lenda á Akureyri. Evrópuvélar félagsins sem halda áttu utan kl. 5 í morgun frusu inni enda hefur öll flugi félagsins nú verið aflýst.

Flugvellirnir á SV-horninu lokuðust vegna öskunnar uppúr klukkan eitt í nótt, en spár höfðu áður gert ráð fyrir að það yrði ekki fyrr en klukkan 6 í morgun. Næsta öskuspá er væntanleg í hádeginu.

Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur talsmanns Isavia eru flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík inni á svæði öskudreifingar fram eftir degi. Ný spá um öskufall kemur um hádegi og þá getur staðan hugsanlega breyst.

mbl.is