Sigurður vill tryggingar

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Kristinn

Enskur lögmaður Sigurðar Einarssonar segir að hann muni ekki fara til Íslands nema lögregla veiti „tilteknar tryggingar". Lögmaðurinn segir einnig við Bloomberg fréttastofuna, að hann telji að handtökuskipunin á hendur Sigurði snúist aðeins um yfirheyrslu og það sé ekki næg ástæða til að framselja menn. 

Ian Burton, lögmaður Sigurðar, segir að Interpol geti ekki handtekið skjólstæðing sinn skv. núverandi handtökutilskipun. 

Burton segir málið byggja á misskilningi. Handtökutilskipunin hafi aðeins verið gefin út til að fá Sigurð í yfirheyrslur. Ekki sé um að ræða handtökutilskipun sem geri bresku lögreglunni kleift að handtaka Sigurð í þeim tilgangi að framselja hann svo til Íslands. 

„Það er aðeins hægt að framselja einhvern ef hann stendur frammi fyrir ákæru,“ segir Burton. 

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við Bloomberg að það sé í verkahring breskra dómstóla að ákveða hvort Sigurður verði handtekinn á grundvelli umræddrar handtökutilskipunar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert