Bretar taki þátt í eldfjallarannsóknum

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið mikill og dökkur síðustu daga.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur verið mikill og dökkur síðustu daga. mbl.is/Hlynur S. Þorvaldsson

Prófessor í jarðeðlisfræði við Durham háskóla á Englandi hefur skrifað nýjum ráðherra vísindamála á Bretlandi bréf og leggur til að Bretar taki þátt í eldfjallarannsóknum á Íslandi ásamt Íslendingum. 

Þetta kemur fram í blaðinu Sunday Times í dag. Þar er rætt við Þorvald Þórðarson, eldfjallafræðing við Edinborgarháskóla sem segir, að eldvirkni á Íslandi virðist koma í reglubundnum sveiflum sem nái yfir um 140 ár. Síðustu fimm áratugi hafi eldvirknin verið tiltölulega lítil en virðist nú vera að ná hámarki að nýju.

Blaðið hefur eftir Þorvaldi, að þrjú eldfjöll á Íslandi: Hekla, Askja og Grímsvötn, kunni að vera að nálgast það að gjósa. Blaðið nefnir einnig Kötlu, sem oft hefur fylgt á eftir Eyjafjallajökli. 

Sunday Times segir að Þorvaldur telji, að hegðun eldfjallanna tengist hreyfingum í jarðskorpunni, sem valdi miklum þýstingi á stórum svæðum neðanjarðar. Þegar þessi þrýstingur vaxi valdi það eldgosum en þegar úr honum dragi minnki eldvirknin. 

Blaðið segir, að þetta sé umdeild kenning. Þannig telji Gillian Foulger, prófessor í jarðeðlisfræði við Durham háskóla, að það gæti verið tilviljunum háð að nokkur eldfjöll gjósi á svipuðum tíma. Ljóst sé hins vegar að rannsókna sé þörf og að Evrópubúar þurfi að taka alvarlega þau áhrif, sem eldgos á Íslandi geta haft á flugumferð og aðra starfsemi. Því þurfi að bæta eftirlit með virkum eldfjöllum.

Foulger er því að skrifa til David Willetts, nýs vísindaráðherra Bretlands og segir að Bretar eigi að leggja Íslendingum lið við slíkar rannsóknir.

„Það eru um það bil 35 virk stór eldfjöll á Íslandi og ef komið verður fyrir háþróuðu jarðskjálftamælakerfi og staðsetningarmælum við hvert þeirra getum við oft spáð fyrir um eldgos. Kostnaðurinn er mjög lítill í samanburði við þann efnahagslega skaða sem getur orðið og óvæntu gosi."  

Blaðið hefur eftir Stephen Sparks, prófessor í jarðvísindum við Bristolháskóla, að gosið í Eyjafjallajökli gæti orðið langvinnt og valdið truflunum á evrópskri flugumferð lengi. 

„Öll eldfjöll hafa sín einkenni. Þetta eldfjall hefur gosið árið 1612 og 1821 og hélt þá áfram að gjósa í 15 mánuði. Það er engin ástæða til að ætla að gosið nú verði styttra.  

Sunday Times segir, að nýjar reglur um blindflug geri það að verkum að Ísland og Evrópa geti  tekist á við Eyjafjallajökul. En eldgos í Kötlu gæti valdið meiri erfiðleikum. Haft er eftir Richard Waller, lektor í jarðeðlisfræði við Keele háskóla, segir að öskuský frá slíku gosi gæti orðið gríðarlegt og einnig gæti gosið valdið miklu vatnsflóði.

mbl.is

Innlent »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Range Rover SPORT 2015
EINN MEÐ ÖLLU: Glerþak, 22" felgur, rafm. krókur, stóra hljómkerfið, rafmagn í h...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...