Erfitt og stutt í vonleysi fólksins

Öskufall hefur leitt til líkamlegra óþæginda.
Öskufall hefur leitt til líkamlegra óþæginda. mbl.is/RAX

Nokkuð er um að íbúar undir Eyjafjöllum og á öðrum áhrifasvæðum eldgossins í Eyjafjallajökli leiti til heilbrigðisstarfsfólks vegna líkamlegra óþæginda sem rekja má beint til öskufalls frá eldgosinu.

Svifryksmengun hefur oftsinnis farið yfir hættumörk og það reynir á fólk með öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Þetta segir Guðmundur Benediktsson heilsugæslulæknir á Hvolsvelli.

Eldgosið hefur nú staðið í um það bil mánuð og er mjög farið að reyna á þolrif fólks, að sögn Guðmundar Benediktssonar. Hann telur ástandið í raun verða verra með hverri vikunni. „Við erum í þeirri stöðu að vita hvaða fólk er veikast fyrir, enda taka þessar hamfarir á,“ segir Guðmundur.

Sjá nánar um eldgosið í Eyjafjallajökli, áhrif þess og afleiðingar, í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert