Ræddu við lífeyrissjóði

Forsvarsmenn Magma Energy ræddu við lífeyrissjóði um að taka þátt í fjárfestingunni í HS Orku. Heildarfjárfesting Magma í HS Orku nemur nú um 32 milljörðum króna.

Að sögn Ross Beaty, forstjóra Magma, tókst ekki að fá lífeyrissjóði með í fjárfestinguna. Það tókst ekki. Beaty nefndi að Magma væri að borga hátt verð fyrir hlutabréfin í HS Orku samkvæmt öllum skilgreiningum. 

Með kaupunum færist eignarhald á auðlindum ekki erlendis. Magma Energy hefur hins vegar nýtingarrétt á auðlindum HS Orku til næstu 45 ára. Auðlindir á Reykjanesi eru í eigu Reykjanesbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert