Geðdeild lokað í sparnaðarskyni

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Þorkell

Einni af þremur bráðageðdeildum á Landspítalanum við Hringbraut verður lokað í sumar í sparnaðarskyni. Þetta er í fyrsta sinn í 10 ár sem svona deild er lokað. Deildinni verður lokað í þrjár vikur. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV.

Fram kom að allur gangur sé á því hversu lengi sjúklingar dvelji á deildinni en það geti verið allt frá einum eða tveimur dögum upp í fjórar til sex vikur. Meðal legutíminn sé tíu dagar.

mbl.is

Bloggað um fréttina