Keppa í LEGO

Um eitt hundrað börn tóku þátt í Legóhönnunarkeppninni First Lego League síðastliðinn nóvember og var það lið Salaskóla í Kópavogi, Róbóbóbó, sem fór með sigur af hólmi. Sigurinn gaf þeim rétt til þátttöku á Evrópumóti First Lego League og er nú á leiðinni til Tyrklands í júní.

Þrátt fyrir ungan aldur hafa krakkarnir smíðað og forritað vélmenni úr tölvustýrðu LEGO sem þarf að leysa ákveðnar þrautir á sérhannaðri braut. Þá þarf liðið að leysa rannsóknarverkefni, halda dagbók og kynna land og þjóð.


mbl.is