Átta milljónir hafa heimsótt vefmyndavélarnar hjá Mílu

Gosmökkurinn séður úr vefmyndavél Mílu á Hvolsvelli.
Gosmökkurinn séður úr vefmyndavél Mílu á Hvolsvelli.

Fólk úr öllum heimshornum hefur fylgst með eldgosinu í Eyjafjallajökli í gegnum vefmyndavélar Mílu (eldgos.mila.is). Nú hafa síðunni borist heimsóknir frá nær öllum löndum veraldar, að sögn Sigurrósar Jónsdóttur, deildarstjóra hjá Mílu.

Nýlega komu fyrstu gestirnir frá Svalbarða og Sahara í Afríku. Heimsóknir frá Bandaríkjunum voru orðnar 636 þúsund í gær, 800 þúsund frá Bretlandi, um 270 þúsund frá Svíþjóð og álíka margar frá Noregi og Finnlandi. Gestirnir koma einnig úr fjarlægustu heimshornum á borð við Kína, Ástralíu og flestum löndum Afríku. Í gær voru heimsóknir alls orðnar um átta milljónir talsins og flettingarnar 21 milljón.

Nú koma miklu fleiri heimsóknir frá útlöndum en frá landsmönnum. Aðsóknin hér innanlands er orðin jafnari en hún var. Um leið og eitthvað nýtt gerist tekur aðsóknin kipp. Hitamyndavél var bætt við fyrr í þessum mánuði og þá tóku heimsóknirnar kipp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »