Eðjuflóð í Svaðbælisá

Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, virðir fyrir sér vatnsflaum í …
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, virðir fyrir sér vatnsflaum í Svaðbælisá í síðasta mánuði. Ómar Óskarsson

Mikið eðjuflóð er hafið í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum og vatn flæðir yfir varnargarða. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, sem var staddur við ána, segir að svo virðist sem flóðið hafi náð hámarki og sé stöðugt. Hann segir að ekki stafi hætta af flóðinu eins og er og kveðst vona að varnargarðarnir haldi.

Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er flóðið  að sjatna og hefur ekki valdið skemmdum á vegamannvirkjum en vatn hefur farið yfir varnargarða á 150 metra kafla.  Mikil eðja er í vatninu og framburður. 

Lögreglan á Hvolsvelli er við Svaðbælisána. Flugvél Landhelgisgæslunnar er yfir jöklinum og vatnamælingamenn eru á leiðinni austur.    Að sögn Veðurstofu er aðeins minni órói á jarðskjálftamælum.  Mjög mikil úrkoma hefur verið undir Eyjafjöllum síðasta sólarhring.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert