Dæmdur í fangelsi fyrir rán

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann á fimmtugsaldri, Guðmund Jakob Jónsson, í 2½ árs fangelsi fyrir rán,  þjófnað, líkamsárás, fjársvik, hylmingu, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.

Guðmundur var m.a. fundinn sekur um að ráðast aftan að öðrum manni árið 2007, slá hann nokkur hnefahögg í höfuð og líkama svo að hann féll á jörðina og sparka í hann liggjandi í höfuð hans og síðu. Hann tók síðan af manninum farsíma, gleraugu, veski og greiðslukort. Var Guðmundur Jakob dæmdur til að greiða þessum manni tæpar 350 þúsund krónur í bætur.

Þá var Guðmundur fundinn sekur um að hafa í félagi við annan mann stolið 26 armböndum, samtals að verðmæti 995.533 krónur, í úra- og skartgripaverslun við Laugaveg árið 2008. Hinn maðurinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi í héraðsdómi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert