Ekki hægt að réttlæta kennslu í sömu greinum í mörgum skólum

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Félag prófessora við ríkisháskóla segir í sparnaðartillögum til rekstors skólans, að ljóst sé að  í þeim fjármálahremmingum sem núna ríði yfir sé ekki hægt að réttlæta að boðið sé upp á kennslu í sömu greinum í mörgum háskólum, t.d. er verkfræði kennd við tvo skóla, lögfræði við þrjá skóla og viðskiptafræði við fjóra skóla.

Þetta geti varla talist eðlilegt hjá þjóð sem telur 330 þúsund íbúa á sama tíma og nágrannaþjóðirnar eru með einn  rannsóknarháskóla á hverja milljón íbúa. Auk þess séu þessir skólar í harðri samkeppni við háskóla í nágrannalöndunum um nemendur og rannsóknarfé.

Í ljósi þessa leggur félagið til, að Háskóli Íslands geri stjórnvöldum tilboð í að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík og bjóða þá velkomna í HÍ og þiggja þar sömu eða betri kennslu en boðið er upp á í HR. Þarna megi meðal annars nefna viðskiptafræði, lögfræði, lýðheilsufræði, sálfræði, tölvunarfræði og verkfræði við HR. HÍ gæti líklega bætt þessari kennslu við sig fyrir um einn milljarð króna og gætu þá sparast 1,5-2 milljarðar á háskólastiginu. Með því að taka við kennslu Háskólans á Bifröst mætti spara um 150-200 milljónir króna.

Þá segja prófessorarnir að HÍ geti tekið að sér kennslu í búvísindum innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Þannig yrði grunnkennsla í náttúrufræði sameiginleg, en sérhæfð kennsla í búvísindum kennd sér, og kæmi þá til greina að Hvanneyri yrði „kampus“ HÍ. Þarna gætu legið um 100 milljónir króna í sparnaði.

Einnig gætu HÍ og HA aukið samstarf um kennslu í greinum sem séu sameiginlegar skólunum. Þar megi nefna raungreinar, hjúkrunarfræði og uppeldis- og kennslufræði. Þessi samvinna mætti vera á þann veg að spara mætti nokkra upphæð.

Segir félagið að þessar tillögur gætu sparað fjárframlög til háskólastarfsins um allt að 20% á næstu tveimur árum. Félagið nefnir einnig leiðir til að spara í kennslu, svo sem að fækka námsleiðum og greinum sem kenndar eru, hagræða í kennslu á þann hátt að sameina námskeið og hafa þau stærri og hætta að kenna sama eða samskonar námskeið í mörgum deildum og sviðum.

Þá þurfi að huga að því hvort hækkun skráningargjalda leiði til tekjuaukningar við HÍ án þess að útgjöld ríkisins hækki verulega. Bent er á að 100 þúsund króna skrásetningagjöld færi HÍ 1,5 milljarð í tekjur miðað við núverandi stúdentafjölda.

Þá segir í tiollögunum, að í anda hugmyndafræði sjálfbærar þróunar ætti að leggja á bílastæðagjöld. Við það sparist tvennt, minni þörf verði á bílastæðum í framtíðinni vegna þess að nemendur muni frekar nýta almenningssamgöngur og að auki komi inn tekjur fyrir þá bíla sem nýta stæðin.

mbl.is

Innlent »

Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

11:46 Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.   Meira »

Horfið frá samráði með breytingunni

11:28 Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp sem endurskoða átti búvörusamninga og skipa þess í stað nýjan samráðshóp sem er tæplega helmingi fámennari. Meira »

Sérstakur í keppni í sakfellingum

11:25 Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformaður Glitnis, sagði fyrir Héraðdómi Reykjavíkur í morgun að embætti sérstaks saksóknara væri í einskonar keppni í sakfellingum og byggi til nýjar túlkanir á því sem hefðu verið almennir starfshættir í íslensku viðskiptalífi. Meira »

„Ætlum að hætta að vera dicks“

11:17 „Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun þar sem metoo byltingin var til umræðu. Meira »

„Þú ættir að tala við pabba þinn“

10:51 „Byltingin hefur valdið ótrúlegri hugarfarsbreytingu á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun. Yfirskrift fundarins var #metoo: Hvað svo? Meira »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð

07:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokkurinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum. Meira »

Austanhvassviðri og úrkoma

06:48 Spáð er austan hvassviðri eða stormi með úrkomu á suðurhelmingi landsins í dag og eins hvessir með ofankomu á Norðurlandi í kvöld. Meira »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Slys á Reykjanesbraut

06:40 Ökumaður bifreiðar var fluttur talsvert slasaður á Landspítalann um hálftólfleytið í gærkvöldi eftir að hafa ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Rauðhellu. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...