Stórlega hefur dregið úr gosinu

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur minnkað stórlega
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur minnkað stórlega mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stórlega hefur dregið úr eldgosinu í Eyjafjallajökli og má ætla að kvikuflæðið sé nærri 5 tonn/s. Þetta efni kemur upp sem gjóska í gosmekki sem rís um 1,5-2 km upp fyrir gíginn. Ekkert hraunrennsli er úr gígnum, samkvæmt nýrri stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun HÍ.

Gosið hefur minnkað mjög og nú rís veikur gosmökkur með lítilli gjósku upp úr vestanverðum gígnum. Engar umtalsverðar sprengingar og hraun rennur ekki frá gígnum. Á þriðja tug skjálfta hafa mælst í jöklinum frá miðnætti flestir grunnir. Klukkan 18:50 mældist gosmökkurinn í 3,6 km hæð. Fram eftir degi bar hæg suðvestanátt

Engar tilkynningar hafa borist af öskufalli í dag. Á Neðri-Þverá og Hlíðarendakoti í Fljótshlíð var tilkynnt um bláleitar gufur sem kæmu úr Fljótsdal og út með hlíðinni i einskonar skýjum með rotnunarfýlu (valda fólki höfuðverk þegar þau eru dökk).

Engar eldingar hafa mælst á eldingamælum bresku veðurstofunnar frá klukkan 13 í gær. Engar tilkynningar hafa borist í dag um drunur frá eldgosinu.

Lítið vatnsrennsli er frá Gígjökli. Í dag er verið að setja upp vatnshæðarmæli í Kaldaklifsá.

mbl.is

Bloggað um fréttina