Olíusjóðurinn tók stöðu gegn Íslandi

Frá árinu 2005 veðjaði norski olíusjóðurinn á fall hins íslenska fjármálakerfis, að því er fram kemur í frétt á vef Hegnar Online. Herleif Håvik, sem hafði umsjón með stöðu sjóðsins gagnvart Íslandi, segir í viðtali við vefinn að sjóðurinn hafi að líkindum verið fyrstur til að taka stöðu gegn íslensku bönkunum, en fjárfestingar Håvik urðu til að keyra upp verðið á skuldatryggingum á íslensku bankana.

Í fréttinni er einnig haft eftir Ásgeiri Jónssyni, yfirmanni greiningardeildar Kaupþings, að hann efist um að hægt sé að kenna olíusjóðnum um fall íslenska fjármálakerfisins. Hins vegar sé spurning hvort siðferðilega rétt hafi verið af olíusjóðnum að beita afli sínu á markaði með litlu regluverki til að græða á því að taka stöðu gegn fjármálakerfi nágrannaríkis síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert