Aska fýkur í Eyjum

Töluverð aska barst til Vestmannaeyja frá Eyjafjallajökli.
Töluverð aska barst til Vestmannaeyja frá Eyjafjallajökli. mynd/Konráð

Þurr aska tók að fjúka í Vestmannaeyjum í dag þegar hreyfði þar vind. Öskufokið er ekki mikið er nóg til að vera hvimleitt, að sögn lögreglunnar. Askan kann að vera ástæða þess að ekki voru margir á ferli utandyra í bænum í dag. Þar er nú fjöldi fólks og mikið um að vera um hvítasunnuhelgina.

mbl.is