Eldgosinu ekki lokið

Enn leggur gosmökk frá Eyjafjallajökli eins og sést á mynd …
Enn leggur gosmökk frá Eyjafjallajökli eins og sést á mynd af vefmyndavél Mílu í morgun.

Eldgosinu í Eyjafjallajökli er ekki lokið en stórlega hefur dregið úr því undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er svartaþoka yfir jöklinum og því erfitt að sjá gosmökkinn í vefmyndavélum.

Hins vegar sjáist hann í vefmyndavélum á Þórólfsfelli. Hann er hins vegar lítill líkt og undanfarna daga. Einhverjir jarðskjálftar mældust á þessu svæði í nótt en enginn þeirra var stór, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Vefmyndavél Mílu

mbl.is