Gosið liggur alveg niðri

Ferðalangar töldu ekki eftir sér að klífa Þórólfsfell í dag …
Ferðalangar töldu ekki eftir sér að klífa Þórólfsfell í dag til að horfa á gosið, eins og sást í vefmyndavél Mílu. vefmyndavél Mílu

Gosið liggur alveg niðri og engin kvika að koma upp í Eyjafjallajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. Hann var að koma úr flugi að eldstöðinni með Ómari Ragnarssyni. Þeir voru með hitamyndavél sem sýndi mest 100°C hita, eða gufuhita.

„Gosið liggur alveg niðri og samkvæmt hitamyndum sem við tókum er mesti hiti þarna bara 100°C. Það er engin kvika neins staðar, það leggur gufu upp úr gígnum en engin kvika að koma upp,“ sagði Magnús Tumi.

Hann sagði alls ekki tímabært að lýsa yfir endalokum eldgossins. Það sé allt annar hlutur en þótt gosið liggi niðri. Sagan sýni að þegar Eyjafjallajökull gaus á árunum 1821 - 1823 datt gosið niður langtímum saman og kom svo upp aftur. „Það eru allir möguleikar í þessu - svo einfalt er það,“ sagði Magnús Tumi.

Fara verður varlega í að rýmka aðgengi að gossvæðinu, að mati Magnúsar Tuma. „Þetta getur rifið sig upp aftur og það geta orðið sprengingar þarna. Það verður að fara mjög varlega í að rýmka aðgengi, að minnsta kosti að gígsvæðinu. Það svæði er hættulegt  og það er alls ekki tímabært að hafa þarna stóra hópa fólks.“

Mjög hefur dregið úr óróa á Goðabungu.
Mjög hefur dregið úr óróa á Goðabungu. www.vedur.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert