Gosmökkurinn nánast horfinn

Gufubólsturinn frá gígnum er mjög lítill.
Gufubólsturinn frá gígnum er mjög lítill.

Nær enginn gosmökkur hefur verið frá Eyjafjallajökli í nótt og morgun, aðeins litill gufubólstur sem kemur upp úr eldgígnum að því er sjá má á myndum úr vefmyndavélum. 

Vísindamenn sögðu í gær, að gosið virðist liggja alveg niðri  og engar vísbendingar voru um að kvika kæmi upp.  Gufumökkurinn nái þó í 3 km hæð samkvæmt athugunum flugmanna, ljós og gufublandinn.

Af óróamælum Veðurstofu Íslands má sjá, að lítill sem enginn virkni hefur mælst undanfarin sólarhring.

Vefmyndavélar Mílu

mbl.is