Magma á helming í Búlandsvirkjun

Forsvarsmenn Geysis Green Energy og Magma Energy á blaðamannafundi í …
Forsvarsmenn Geysis Green Energy og Magma Energy á blaðamannafundi í síðustu viku vf.is/Ellert

Suðurorka, félag í eigu Íslenskrar orkuvirkjunar og HS Orku sem er í eigu Magma Energy, áformar að reisa Búlandsvirkjun í Skaftárhreppi. Raforkuframleiðsla virkjunarinnar yrði um 150 megavött. Félagið hefur samið við flesta vatnsréttarhafa á svæðinu og bíður átekta. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Minnst er á virkjunina sem mögulegan virkjunarkost í rammaáætlun stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Búlandsvirkjun er ný útfærsla af Skaftárvirkjun þar sem helsta frávikið er að Skaftárveita er ekki forsenda virkjunarframkvæmda.

Landsvirkjun hafði um nokkurt skeið unnið að rannsóknum vegna hennar, en féll frá áformum sínum um að reisa virkjunina. Íslensk orkuvirkjun tók þá við keflinu, keypti rannsóknargögn Landsvirkjunar og réðst í samninga við vatnsréttarhafa og landeigendur. Fyrirtækið stofnaði svo félagið Suðurorku í félagi við HS Orku, sem er nær alfarið í eigu Magma Energy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka