Enn sjást öskusprengingar

Gosið í Eyjafjallajökli þegar það var í hámarki.
Gosið í Eyjafjallajökli þegar það var í hámarki.

Lítil virkni er í eldgígnum í Eyjafjallajökli en þó verða vísindamenn enn varir við einstaka öskusprengingar. Aðallega stígur þó hvít vatnsgufa frá eldstöðinni og náði mökkurinn í dag í um 2 km hæð. Bláleitt gas er sjáanlegt umhverfis gíginn.

Hópur vísindamanna er á jöklinum og sáu þeir einnig litla öskusprengingu í gígnum, samkvæmt stöðuskýrslu frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni. Bláleitar gufur sjást greinilega úr flugvél og einni fannst sterk brennisteinslykt þegar flogið var suður fyrir eldstöðina.

Ellefu skjálftar hafa mælst frá miðnætti undir eldfjallinu en 8 skjálftar mældust þar í gær.  Óróinn hefur verið mjög svipaður síðustu tvo dagana, en þó má sjá í honum einstaka kippi á lægstu tíðninni eða á bilinu 0,5-1 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert