Sólheimasandur nánast ófær

Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli þyrlast upp í rokinu og …
Askan frá eldgosinu í Eyjafjallajökli þyrlast upp í rokinu og þurrkinum á Sólheimasandi mbl.is/Ómar Óskarsson

Mikið öskurok er á Sólheimasandi og segir lögreglan á Hvolsvelli að sandurinn sé nánast ófær og biður vegfarendur að vera ekki á ferðinni á þessum slóðum að óþörfu. Er mjög blint enda þurrt og fýkur askan upp sem fallið hefur undanfarnar vikur á þessum slóðum.

Talsvert öskufok er einnig á Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum en þó hvergi nærri jafn mikið og á Sólheimasandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina