Bílasala að glæðast

Bílamarkaðurinn fraus eftir bankahrunið og þóttu snævi þaktar breiður nýrra ...
Bílamarkaðurinn fraus eftir bankahrunið og þóttu snævi þaktar breiður nýrra bifreiða á hafnarbökkum til marks um horfna gullöld. Rax / Ragnar Axelsson

Sú ákvörðun SP-fjármögnunar að bjóða höfuðstólslækkun á bílalánum mun hafa jákvæð áhrif á bílasölu í landinu að mati Özurar Lárussonar, framkvæmdastóra Bílgreinasambandsins. Söluaukningin bæti úr brýnni þörf fyrir notaðar bifreiðar í landinu. Breytingin bæti úr brýnni þörf fyrir notaða bíla.

„Það mun örugglega hafa jákvæð áhrif á bílasölu. Áður en SP-fjármögnun kom með þetta útspil vorum við farin að sjá jákvæða þróun í bílasölu. Þetta mun klárlega hjálpa til og við erum mjög ánægðir með þetta frumkvæði SP-fjármögnunnar að stíga skrefið á undan öðrum fjármögnunarfyrirtækjum og stjórnvöldum líka,“ segir Özur.

- Hvenær væntirðu sambærilegra skrefa af hálfu annarra fjármögnunarfyrirtækja? 

„Ef þeir ætla að vera samkeppnishæfir hljóta þeir nú að vinna dálítið hratt úr því, myndi ég ætla.“

Aukningin 8-10% á mánuði

- Hvernig er hreyfingin í bílasölunni?

„Það var 17,5% aukning í síðustu viku frá sömu viku í fyrra. Það er búin að vera 8-10% aukning á mánuði frá áramótum frá fyrra ári. Þetta eru jákvæð teikn en ég legg áherslu á að ég er aðeins að tala um fólksbíla.“

- Hvaða markhópar eru frekar að kaupa bíl núna vegna þessara breytinga í fjármögnun?

„Bílar hafa verið yfirveðsettir og þetta breytir þeirri stöðu að fólk hefur nú tök á að losa sig við bíl eða skipta út bíl sem það hefur ekki þörf fyrir eða not fyrir lengur. Fólkið hefur verið dálítið bundið með þá bíla sem það hefur haft.“

- Bílasalar hafa kvartað undan því að það hafi skort notaða bíla á markaðinn. Munu þessar breytingar auka framboðið að þínu mati?

„Já, alveg klárlega. Fólk hefur verið í algerum fjötrum með bílana sína þannig að fólk hefur hreinlega ekki getað selt þá.“

- Hvernig verður sumarið?

„Við erum frekar bjartsýnir. Okkur finnst stemningin vera þannig. Þegar við ræðum við sölumenn í umboðunum segjast þeir orðnir varir við að fólk sé að koma meira í umboðin og skoða hvað er í boði. Það er að týnast út einn og einn bíll sem var ekki. Þannig að það er allt annað hljóð í sölumönnum í umboðunum núna en var fyrir bara hálfu ári síðan.“

Útflutningur á notuðum bílum hefur minnkað mikið

- Hvað með þann orðróm að það sé verið að flytja út mikið af bílum og að hér sé mikið af bílum í geymslum. Er eitthvað hæft í því?

„Nei. Ég hef ekki séð þá bíla. Það er löngu hætt að flytja út bíla. Sá möguleiki að fá endurgreiddan hlut af virðisaukagjaldi og vörugjaldi við útflutning rann út um áramót. Það hafa því ekki verið fluttir út bílar sem neinu nemur frá áramótum. Sá markaður er alveg dauður.

Hitt er annað mál að það er full þörf á notuðum bílum hér heima. Það hefur verið dauði í bílasölu í 2 ár. Það sárlega vantar bíla á notaða markaðinn.“

Bílaflotinn sífellt að eldast

- Bílaflotinn hefur verið að eldast er það ekki?

„Jú. Meðalaldurinn er orðinn 10,2 ár í dag. Þegar góðærið stóð sem hæst, árið 2007, var hann 9,2 ár. Samt sem áður var það hæsta meðaltal á fólksbílum í Evrópu. Meðaltalið þar er 8,5 ár.

Það er mjög slæmt að bílaflotinn sé orðinn þetta gamall, bæði út frá öryggis- og umhverfissjónarmiðum. Það er helsta keppikefli bílaframleiðenda í dag að framleiða bíla sem eyða og menga minna og eru öruggari fyrir farþega þeirra,“ segir Özur Lárusson.

Özur Lárusson.
Özur Lárusson. mbl.is
En nú er bílasala farin að glæðast.
En nú er bílasala farin að glæðast. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

Í gær, 19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

Í gær, 19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Í gær, 19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

Í gær, 18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Í gær, 18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

Í gær, 18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

Í gær, 16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

Í gær, 16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

Í gær, 16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Range Rover SPORT 2015
EINN MEÐ ÖLLU: Glerþak, 22" felgur, rafm. krókur, stóra hljómkerfið, rafmagn í h...
Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...