Eftirlitsmyndavélar settar upp á Seltjarnarnesi

Öryggismyndavélar eru víða.
Öryggismyndavélar eru víða. mbl.is/Ásdís

Framkvæmdir við uppsetningu öryggismyndavéla við bæjarmörk Seltjarnarness eru hafnar en bæjarstjóri Seltjarnarness, Ásgerður Halldórsdóttir, kynnti verkefnið í bæjarstjórn í vetur. Þetta kemur fram í Nesfréttum, fréttablaði Seltirninga.

Þar segir að vélunum sé ætlað að fylgjast með umferð inn og út úr bænum
en með því verði unnt að leita í upptökur þegar afbrot eigi sér stað í bæjarfélaginu.

Fram kemur að vinna við uppsetninguna sé nokkuð umfangsmikil því bærinn leggi mikla áherslu á að vel sé að verki staðið hvað varði áreiðanleika gagna úr vélunum og verndun persónuupplýsinga.

Þá segir að við undirbúning verkefnisins hafi verið haft samráð við Persónuvernd og fleiri aðila. Fyrirkomulag við vistun og aðgengi gagna verði framkvæmt eftir reglum og leiðbeiningum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina