Skottið af drekanum með sitt lokarothögg

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Mér finnst þetta sorglegt, eftir allt sem á undan er gengið með bankahrun og annað. Ég er stolt af þjóðinni að rúlla upp ermunum, henda stjórninni út, fá Evu Joly, fá betri Icesave-samninga, gera skýrsluna og svo framvegis.

Svo kemur þetta, svona skottið af drekanum með lokarothögg. Ekki sanngjarnt að við fáum ekki einu sinni að halda landinu okkar? Er þetta ekki orðið bara ágætt með þessa skammsýnu gróðavon?“ segir Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður við Morgunblaðið um söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtækisins Magma Energy.

Hún hefur sent stjórnarþingmönnum á Alþingi tölvupóst þar sem hún stingur upp á að þeir rifti þessum samningi. Hún segist ekki hafa getað setið á sér, „bara svo ég geti lifað með sjálfri mér“.

Björk segist ekki vera á móti því að vinna með erlendum aðilum en Íslendingar hljóti að geta gert það og haldið stoltinu sínu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »