Flestir vilja Hönnu Birnu

Flestir Reykvíkingar vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem næsta borgarstjóra, samkvæmt nýrri könnun sem unnin var fyrir Morgunblaðið.

Sögðust 41,4% vilja að hún yrði áfram borgarstjóri. Jón Gnarr nýtur næstmests stuðnings í borgarstjórastólinn, eða 27,3% þeirra sem afstöðu tóku.

Áberandi munur er á afstöðu kynjanna til næsta borgarstjóra Reykjavíkur, en sami munur birtist í könnun á fylgi flokkanna sem sagt var frá í gær. 38,4% karla sögðust vilja að Jón Gnarr yrði borgarstjóri, en 14,3% kvenna.

Allir hinir oddvitarnir, sem einhver nefndi sem næsta borgarstjóra, njóta samkvæmt könnuninni meira fylgis hjá konum en körlum. Þannig sögðust t.d. 27,2% kvenna vilja að Dagur yrði næsti borgarstjóri en 15,7% karla. Munurinn var þó ekki jafn mikill hjá öðrum oddvitum, en 43,5% kvenna sögðust styðja Hönnu Birnu og 39,5% karla.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »