Nýju bankarnir fengu yfirdráttinn með afslætti

Leiða má að því líkur að nýju bankarnir hafi keypt yfirdrátt heimilanna af gömlu bönkunum með 40 prósenta afslætti, að sögn Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi.

Seðlabankinn birti í síðustu viku bráðabirgðagögn um reikninga íslenska bankakerfisins og er það í fyrsta sinn frá bankahruni sem þessar tölur eru birtar.

Kemur þar fram að í september 2008 námu yfirdráttarlán hjá íslenskum bönkum 251,5 milljörðum króna. Þremur mánuðum síðar, eða í desember sama ár, nemur yfirdráttur í bókum bankanna 129,7 milljörðum króna.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert