Framkvæmdastjóri SI vill lengja umsóknarfrest í skólum

Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur sent frá sér …
Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann hvetur til þess að umsóknarfrestur um skólavist verði lengdur

Það verður að stilla saman strengi til þess að fá fleiri til þess að leggja stund á tækni- og raungreinar í skólum landsins, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í fréttatilkynningu. Hann skorar á háskólana að framlengja umsóknarfresti.
 
„Nauðsynlegt að framlengja fresti“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Ég held að ungt fólk átti sig ekki nægilega vel á því hve mikil þörf er á fólki með hvers konar verk- og tæknimenntun, ekki síst á hugbúnaðar-, raf- og véltækni af ýmsu tagi. Vaxtargreinar okkar þurfa á svona fólki að halda. Fáist það ekki geta fyrirtækin ekki vaxið hér á landi og það má ekki gerast“ segir Jón Steindór, í fréttatilkynningu sem hann hefur sent frá sér.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert