„Pólitískur landskjálfti“

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Samfylkingin hafi fengið vonda útkomu í sveitarstjórnarkosningunum. Úrslitin hafi verið veruleg vonbrigði. „Þetta var bylmingshögg sem við fengum og fram hjá því er ekkert hægt að horfa.“

Aðspurður segir hann að ekki sé hægt að tengja úrslitin við einhvern einn einstakling. „Miklu frekar að menn skoði stöðu flokksins almennt og okkar allra sem erum í framlínu flokksins.“

Össur segir að niðurstaðan hafi þó ekki komið sér á óvart. „Hún er jafndjúp vonbrigði fyrir því. Ég held að þetta sé pólitískur landskjálfti sem er að ganga yfir landið,“ segir Össur. Ekki sé þó hægt að túlka niðurstöðuna sem skýr skilaboð, líkt og allir stjórnmálaleiðtogar hafi viljað halda fram.

„Ég lít miklu fremur á þetta sem höfnun mjög verulegs hluta almennings á flokkakerfinu.“ Þetta hafi verið friðsöm byltingin í gegnum kjörklefann, sem sé í reynd ekkert annað en framhald af febrúarbyltingunni. Samhliða þessu séu landsmenn að lýsa djúpri óánægju sinni með það að flokkarnir hafi ekki horfst í augu við sinn eigin hlut af þeirri stöðu sem ríki.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert