Svifryk langt yfir mörkum

Mikið öskufok er undir Eyjafjöllum og nágrenni.
Mikið öskufok er undir Eyjafjöllum og nágrenni. mbl.is/Golli

Mjög mikið svifryk mælist nú víða í nágrenni Eyjafjallajökuls og segir Umhverfisstofnun ljóst, að dagsgildið verði langt yfir heilsuverndarmörkum.

Bendir stofnunin fólki á svæðinu á, að þegar öskufok sé eins mikið og nú er gildi í raun sömu tilmæli eins og áður voru gefin út þegar öskufall stóð yfir. Sérstaklega þarf að huga að börnum og fólki sem er með viðkvæm öndunarfæri. 

Umhverfisstofnun segir, að þegar skyggni sé orðið jafn takmarkað og nú er og skammtímagildi svifryks mælist í hundruðum míkrógramma á rúmmeter ættu börn ekki að vera að leik úti við.

mbl.is