Þunglyndislyf lækka um 20-63% í verði

Tíundi hver Íslendingur fékk ávísun á þunglyndislyf í fyrra
Tíundi hver Íslendingur fékk ávísun á þunglyndislyf í fyrra mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um þriðjungur þunglyndislyfja sem ekki féllu að breyttri greiðsluþátttöku ríkisins hefur lækkað í verði. Ný reglugerð um breytta greiðsluþátttöku við kaup á lyfjum tekur gildi á morgun, en markmið hennar er að draga úr notkun dýrari þunglyndislyfja.  Þetta kom fram á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í dag.

Lækkanir sem orðið hafa á hluta þunglyndislyfja eftir að reglugerðin var kynnt eru á bilinu 20-63%. Þetta er veruleg lækkun á smásöluverði en sumar lyfjapakkningar lækka um 7-9 þúsund krónur. Lík þróun hefur átt sér stað í Danmörku og Svíþjóð, þar sem gripið hefur verið til svipaðra ráðstafana, samkvæmt tilkynningu.

Einn af hverjum tíu Íslendingum á þunglyndislyfjum

Alls fengu um það bil 30 þúsund manns ávísað þunglyndislyfjum í fyrra, sem jafngildir um einum af hverjum tíu landsmönnum. Um 13-14 þúsund einstaklingar notuðu dýrari lyfin, sem ekki verða með greiðsluþátttöku eftir 1. júní. Vegna verðlækkana á lyfjum eftir að tilkynnt var um breytingarnar hefur hins vegar fækkað í þessum hópi. Verði ekki frekari verðbreytingar á lyfjum á næstunni er áætlað að eftir 1. júní verði á bilinu 8-10 þúsund manns á dýrari lyfjum sem ekki eru með greiðsluþátttöku.

„Reglugerðin hefur í för með sér að frá og með morgundeginum verða aðeins hagkvæmustu þunglyndislyfin áfram niðurgreidd. Lyfseðlar sem gefnir eru út fyrir 1. júní 2010 og eru fjölnota, halda gildi sínu til 1.október 2010.

Áhersla er lögð á samstarf við lækna um að velja hagkvæmasta kostinn sem fyrsta val þegar þunglyndislyfjum er ávísað.
Gagnist hagkvæmustu lyfin einhverra hluta vegna ekki viðkomandi sjúklingi sér læknir til þess að sjúklingnum verði tryggt lyfjaskírteini og þannig niðurgreiðsla vegna dýrari lyfja, sem sjúklingurinn þarf á að halda.

Af dýrari þunglyndislyfjum munar mestu um lyfið Cipralex. Um 7.700 manns hér á landi nota það lyf, sem telst óvenju hátt hlutfall.
Í löndunum í kringum okkur er Cipralex ekki notað í jafnmiklum mæli heldur lyfið Cipramil eða samheitalyf þess, t.d. Oropram, sem eru svipuð lyf en hagkvæmari valkostir," segir í tilkynningu.

Á að skila 200-300 milljón króna sparnaði

Með breytingunum á greiðsluþátttöku ríkisins er stefnt að því að kostnaður ríkisins vegna þunglyndislyfja lækki um 200-300 milljónir króna á ári. 

„Frá 1.mars 2009 hefur greiðsluþátttöku ríkisins í fimm öðrum lyfjaflokkum verið breytt á sama hátt. Þar er um að ræða magalyf, blóðfitulækkandi lyf, ákveðin blóðþrýstingslyf, beinþéttnilyf og astmalyf. Þær breytingar hafa gengið vel og hafa lækkað lyfjaútgjöld sjúkratrygginga um rúmlega 1,5 milljarð króna á ársgrundvelli. Breytingarnar hafa t.d. leitt til allt að 70-80% lækkunar einstakra lyfja. Góður skilningur og gott samstarf hefur verið við lækna, notendur og starfsfólk apóteka um þær breytingar sem ráðist hefur verið í.

Tryggt er að enginn sjúklingur sem nýtur lyfjameðferðar vegna þunglyndis verður án lyfja í kjölfar nýju reglugerðarinnar, enda þótt Frumtök, samtök frumlyfjaframleiðenda hafi með röngu haldið hinu gagnstæða fram," segir enn fremur í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mikill erill hjá lögreglu í kvöld

Í gær, 23:18 Mikill erill er búinn að vera hjá lögreglu þar sem af er kvöldvaktinni en hátt í 60 verkefni komu inn til afgreiðslu sem telst nokkuð mikið að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Meira »

Múlagöng lokuð í fyrramálið

Í gær, 23:09 Múlagöng, um Ólafsfjarðarmúla, verður lokuð í fyrramálið milli klukkan 07.00 og 09.00 vegna æfingar lögreglu og slökkviliðs. Einnig má búast við umferðartöfum vegna þess frá klukkan 06.00. Meira »

Öflugur skjálfti í Bárðarbungu

Í gær, 22:56 Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 mældist klukkan 21.23 í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Þetta er stærsti skjálfti á þessum stað frá áramótum. Meira »

Þráðablika og gyllinský

Í gær, 21:35 „Hér eru tækifæri til þess að upplifa, sjá og skynja hvernig vatnið er óendanleg uppspretta og undirstaða alls í lífríkinu. Svörin við spurningunum sem vakna í vitund gesta eru líka flest hér á sýningunni, þar sem eitt leiðir af öðru og skemmtun og fróðleikur fara saman,“ segir Sigrún Þórarinsdóttir, safnkennari í Náttúruminjasafni Íslands. Meira »

„Ekkert óeðlilegt“ við kröfu Miðflokks

Í gær, 20:39 Miðflokkurinn virðist þurfa 22 þingmenn með sér til þess að ákveðið geti verið að breytt skipan í nefndir Alþingis verði tekin upp. Það er „ekkert óeðlilegt“ við að flokkurinn óski eftir þessum breytingum, segir stjórnmálafræðiprófessor. Meira »

Krapaflóð á Eskifirði

Í gær, 20:10 Tvö krapaflóð féllu í Hólmatindi á Eskifirði í dag en hellirigning var á Austfjörðum í morgun og fram eftir hádegi. Sóley Gísladóttir, íbúi á Eskifirði, náði myndskeiði af öðru flóðinu sem stöðvaðist rétt fyrir ofan þjóðveginn. Meira »

Að lifa eins og fólk langaði sjálft til

Í gær, 19:24 Hann segir mörg dæmi um að fólk hafi verið með uppsteyt af ýmsu tagi og leitað allra leiða til að vera sjálfrátt á tímum vistarbands 19. aldar. Vilhelm Vilhelmsson ætlar að spjalla um vinnuhjú og vistarband í sagnfræðikaffi á mánudag. Meira »

Tveimur göngumönnum bjargað

Í gær, 18:51 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í dag neyðarkall frá tveimur erlendum göngumönnum á Tungnafellsjökli. TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út. Meira »

Ólafur og Karl Gauti fengu 600.000 kr.

Í gær, 18:27 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, nú þingmenn Miðflokksins, fengu hvor um sig 300.000 króna greiðslur frá Alþingi 1. febrúar fyrir sérfræðiaðstoð. Peningarnir liggja að sögn Ólafs að mestu óhreyfðir. Meira »

„Vitlaust að gera“ í sundi á Akureyri

Í gær, 18:21 Það hefur verið „vitlaust að gera“ í Sundlauginni á Akureyri í dag að sögn Kristínar Magnúsdóttur, vaktstjóra hjá Sundlaug Akureyrar. Starfsfólk laugarinnar hefur þurft að loka miðasölunni nokkrum sinnum í dag til þess að takmarka fjölda ofan í laugina. Meira »

Enn ekkert spurst til Jóns

Í gær, 17:32 Hátt í hundrað manns leituðu Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar sem hefur verið týndur í tvær vikur. Jón sást síðast í Whitehall-hverfinu í Dublin um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar. Meira »

Gætu bitnað mest á landsbyggðinni

Í gær, 16:39 Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni gætu bitnað einna mest á landsbyggðinni. Þetta segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Katla DMI. Fyrirtækið áætlar að taka á móti 10 þúsund gestum frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss á þessu ári. Meira »

Gagnrýna RÚV fyrir vanvirðingu

Í gær, 15:53 „Sú ákvörðun RÚV, að snýta af afhendingum fagverðlauna Eddunnar, fyrir útsendingu og sýna þau síðan í klipptum stubbum án þakkarræðna, lýsir vanvirðingu við störf þeirra fjölmörgu fagaðila sem standa að baki íslenskrar kvikmyndagerðar.“ Meira »

Gengið til mótmæla gegn hungri og örbirgð

Í gær, 14:59 Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Á annað þúsund manna boðuðu komu sína á Facebook en á vettvangi voru einhverju færri. Meira »

Allt að 1.000 leggi niður störf 8. mars

Í gær, 14:27 Það geta verið allt að 1.000 félagsmenn Eflingar sem hætta að vinna í boðuðum verkfallsaðgerðum á hótelum í Reykjavík og nágrenni 8. mars. Hátt í 8.000 félagsmenn kjósa um þetta í vikunni. Meira »

Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi

Í gær, 13:40 Vetrarfríin eru hætt að koma foreldrum jafnmikið á óvart og þau gerðu fyrstu árin.  Meira »

Kiddi klaufi langvinsælastur

Í gær, 12:12 Dagbækur Kidda klaufa verma níu efstu sætin yfir vinsælustu bókasafnsbækurnar fyrir árið 2018, en listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titla í aðildarbókasöfnum Gegnis hafa nú verið gerðir aðgengilegir. Meira »

Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

Í gær, 12:00 Bræður Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á dögunum, fóru í viðtal í The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Þátturinn er annar langlífasti spjallþáttur í heimi. Meira »

„Sem mest tjón á sem skemmstum tíma“

Í gær, 11:25 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð forystu stéttarfélaganna vegna boðaðra verkfalla. Hann segir sviplegar afleiðingar geta orðið af verkföllum í ferðaþjónustu. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru falleg jól...