Varað við öskufoki

Þrátt fyrir að lítið fari fyrir eldgosinu í Eyjafjallajökli er …
Þrátt fyrir að lítið fari fyrir eldgosinu í Eyjafjallajökli er öskufok mikið undir Eyjafjöllum og víðar mbl.is/Golli

Vegagerðin varar við öskufoki á Sólheimasandi að Pétursey en undanfarna fjóra daga hefur verið mikið fok á þessum slóðum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Hefur ástandið stundum verið það slæmt að það hefur varla sést á milli stika á þjóðveginum, að sögn lögreglu. Jafnframt hefur verið mikið öskufok á Mýrdalssandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina