Arnarvarpið framar vonum í sumar

Arnarpar við hreiður.
Arnarpar við hreiður. mbl.is/RAX

Allt bendir til þess að arnarvarpið hafi heppnast óvenju vel í sumar. Hreiðrin hafa aldrei verið fleiri, vitað er um 47 hreiður að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Hreiðrin eru töluvert færri en pörin sem helga sér óðal og vill Kristinn Haukur meina að pörin séu í kringum 65. Nokkuð hefur borið á því að ungar skríði úr eggjum og enn fleiri fara að koma í ljós á næstunni. Fyrri skoðun á hreiðrunum er yfirstaðin en sú síðari verður farin um mánaðamótin næstu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »