Lítið kraftaverkabarn

Þriggja ára drengur, Ragnar Emil Hallgrímsson þjáist af sjaldgæfum hrörnunarsjúkdómi, SMA, sem leggst á öndunarfæri. Tekist hefur með nútímatækni, að halda sjúkdómnum í skefjum og foreldrar Ragnars Emils segja, að ef allt gengur að óskum ætti drengurinn að geta lifað eins lengi og hver annar.

„Þetta er mikil vinna," segir Hallgrímur Guðmundsson, faðir Ragnars Emils. Hann segir að börn, sem eru haldin þessum sjúkdómi nái fæst tveggja ára aldri fái sjúkdómurinn að hafa sinn gang. „Ragnar Emil er bara eitt lítið kraftaverkabarn."

Iceland Express ákvað að bjóða Ragnari Emil og fjölskyldu hans til Bandaríkjanna í tilefni af fyrsta flugi félagsins til New York í vikunni. Aldís Sigurðardóttir, móðir drengsins, segir að þetta hafi komið sér vel vegna þess að fjölskyldan sé að fara á SMA ráðstefnu í Kalíforníu. Sú ráðstefna er á vegum alþjóðlegra samtaka sem styðja við bakið á fjölskyldum sem kljást við sjúkdóminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert