Segir persónukjör stranda á konum í VG og Samfylkingunni

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Við skulum ekki gleyma því að frumvörpin um persónukjör sem Alþingi hefur til meðferðar stranda á afstöðu kvenna í VG og Samfó,“segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar á heimasíðu sinni í dag. Sú afstaða er að hans sögn vegna „einhverra mjög einkennilegra jafnréttissjónarmiða sem gera kröfu um fyrirfram frátekin sæti beggja kynja á framboðslistum.“

Þór segir að þó jafnrétti og jafnréttisbarátta verði ávallt að vera fólki ofarlega í huga þá megi ekki fórna vegna þess „lýðræðislegum valmöguleikum fólks í kosningum“. Ef það gerist hafi jafnréttisbaráttan snúist upp í andhverfu sína og breyst í „baráttu fyrir forréttindum einstakra þjóðfélagshópa.“

Heimasíða Þórs Saari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert