Vilja halda sínu striki

Þótt allt grænki nú og spretti í Fljótshlíð hefur mikil …
Þótt allt grænki nú og spretti í Fljótshlíð hefur mikil aska fallið og fokið þangað. Bændur þurfa skýr svör frá yfirvöldum til að geta tekið næstu skref varðandi búskapinn í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli vilja nýta landið sitt eins og framast er unnt þrátt fyrir áföllin og hafa til þess ýmsar leiðir.

Ekki eru þær allar neinn draumur í dós, en engu að síður betri en að sitja með hendur í skauti.

Þegar blaðamenn áttu leið um Suðurland í gær skein sólin í heiði og lognið sá til þess að öskufok var ekki áberandi. Ágætt hljóð var í bændum sem rætt var við, bæði í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum, þótt auðvitað sé ástandið ólíkt milli svæða.

Bændur utan mesta öskufallssvæðisins hafa sums staðar ekki fengið nógu skýr svör til að taka ákvarðanir um búskapinn í sumar. Hvort þeir eigi að heyja eða kaupa hey og hvort þeir fái aðstoð við þau kaup. Kostnaður bónda við að heyja sjálfur eina rúllu er í kringum 3.000 krónur. Verð á rúllum er hins vegar frá fimm og upp í ellefu þúsund krónur, allt eftir því hvort verið er að selja nýtt hey eða fyrningar. Þegar þörfin hleypur á nokkur hundruð rúllum fyrir næsta vetur er ljóst að upphæðirnar skipta milljónum króna fyrir hvert býli.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert