Sést varla á milli húsa á Hvolsvelli

Þykkt mistur er yfir Hvolsvelli og skyggnið er um 100 …
Þykkt mistur er yfir Hvolsvelli og skyggnið er um 100 metrar. mynd/Helgi Hermannsson

Gríðarlegt svifryk er á Hvolsvelli og segja heimamenn að varla sjáist á milli húsa. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Hvolsvelli þá er skyggnið á Suðurlandsvegi milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal um 100 metrar. Biður lögregla fólk um að vera sem minnst útivið enda hættulegt fyrir fólk með astma og aðra sjúkdóma í öndunarfærum að vera úti.

Blankalogn og 16-17 stigi hiti er á Hvolsvelli.  Að sögn heimamanna eru afar  fáir á ferli og ef fólk fer út úr húsi setur það á sig rykgrímur.

„Þetta minnir næstum á kvikmyndir um afleiðingar kjarnorkustyrjaldar," sagði íbúi í bænum við mbl.is. „Fólk er eins og hálft dofið og því líður hreinlega illa."

Samkvæmt mælingu á svifryki á Hvolsvelli þá mælist það 1233 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk svifryks á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í Vík í Mýrdal mælist svifrykið 368 míkrógrömm á rúmmetra. Mistur er einnig í Árnessýslu.

Í Reykjavík er svifrykið komið í 271 míkrógramm á rúmmetra og er það komið vel yfir hættumörk. 

Mælingar á svifryki

Mistrið liggur yfir og rétt grillir í skepnur á beit.
Mistrið liggur yfir og rétt grillir í skepnur á beit. mbl.is/Helgi
Svifryk yfir höfuðborginni
Svifryk yfir höfuðborginni mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert