Litla kaffistofan fimmtug í dag

Litla kaffistofan.
Litla kaffistofan. mbl.is/Golli

Litla kaffistofan hefur verið einn vinsælasti áningarstaður ferðalanga í áraraðir. Hún er einn elsti og líklega þekktasti greiðasölustaður við þjóðveg 1.

Litla kaffistofan tilheyrir Olís og var stofnuð 4. júní árið 1960. Hún fagnar því 50 ára afmæli í dag. Olís ætlar að bjóða viðskiptavinum afslátt á bensínlítrann í tilefni dagsins. Öll þessi ár hefur fólk staldrað við, tekið eldsneyti og gætt sér á nýbökuðum pönnukökum, kaffisopa og fleira góðgæti. Litla kaffistofan er þekkt fyrir góðan anda og gott starfsfólk sem veitir frábæra þjónustu og fyrir vikið er ekki annað hægt en að sækja staðinn aftur og aftur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »