„Ekki í mínum verkahring"

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að það hafi ekki verið nein tölvupóstsamskipti milli hennar og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Hún segist hafa vitað af launaáhyggjum Más um að lækka mikið í launum en það var alveg skýrt af hennar hálfu að það væri ekki í hennar verkahring að hafa afskipti af hans launamálum eða hafi afskipti af málinu á einn eða annan hátt.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra út í launamál Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra á Alþingi í dag.

Birkir Jón vísar til þess að á fundum efnahags- og skattanefndar að undanförnu hafi komið í ljós að formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Lára V. Júlíusdóttir, og ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Ragnhildur Arnljótsdóttir, hafi átt í miklum samskiptum um launamál seðlabankastjóra. Því til staðfestingar séu tölvubréf þeirra á milli ásamt tillögu úr Seðlabankanum hvernig væri hægt að hækkað laun seðlabankastjóra svo hann þyrfti ekki að draga umsókn sína til baka.

Jóhanna segist hafa haldið að allt væri komið fram í máli seðlabankastjóra.

„Það liggja fyrir yfirlýsingar frá mér um það að ég hafi ekki komið að launaákvörðun seðlabankastjóra eða gefið nokkur fyrirheit í því máli enda er það ekki í mínum verkahring. Það er líka alveg klárt og staðfest opinberlega og í þingnefnd að bæði Már seðlabankastjóri, formaður stjórnar Seðlabankans og ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins að þau telja að ég hafi engin loforð gefin í málinu eða komið að ákvörðuninni. Það er alveg skýrt. Ótrúlegustu menn hafa samt komið hér í ræðustól og í fjölmiðla og lýst hneykslan á málinu, skort á gegnsæi og brigslað mér hreinlega um að ljúga að þjóðinni. Það er fjarri öllum sannleika enda er tilgangur þeirra bara einn, að gera mig ótrúverðuga og málið allt tortryggilegt og þar er einskins svifist," sagði Jóhanna á Alþingi í morgun.

Ég spyr hvar er þeirra gegnsæi sem hafa talið sig þess umkomna að vera handhafar sannleikans í málinu. Hafa þeir sjálfir gert grein fyrir sínum málum líkt og þjóðin kallar eftir. „Til dæmis í styrkjamálunum og fleira. Heitir þetta ekki að kasta steini úr glerhúsi," sagði Jóhanna á Alþingi í dag.

„Talað er um tölvusamskipti mín og seðlabankastjóra í þessu máli. Það voru engin tölvupóstsamskipti önnur en að Már sendi einn póst sem ég sá enga ástæðu til að svara, segir Jóhanna. „Ég vissi af áhyggjum Más um að lækka mikið í launum. En það er jafnvíst að það var alveg skýrt á minni afstöðu að ég væri í engu fær um að taka ákvarðanir í hans málum eða hafa afskipti af þeim á nokkurn hátt," segir Jóhanna.

Hlutur Morgunblaðsins er svo sérstakur kapituli út af fyrir sig, segir forsætisráðherra Hún segir fá mál hafa fengið aðra eins vigt í Morgunblaðinu á undanförnum vikum. Morgunblaðið sem þegir svo í mörgum málum sem hafa komið fram í rannsóknarskýrslunni, segir Jóhanna.

„Þetta er samt miðillinn sem þegir þunnu hljóði og eini fjölmiðillinn sem þagði þegar nefnd Alþingis sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna ákvað einum rómi að vísa málum fyrrum seðlabankastjóra og núverandi ritstjóra Morgunblaðsins til saksóknara. Hvað liggur hér að baki," spurði Jóhanna á Alþingi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningarbíll út af á Hellisheiði

09:53 Olíuflutningarbíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »

Eldvarnir teknar fastari tökum

09:44 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði slökkviliðsstjóri SHS. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

08:55 Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Allskörp hlýnun í vændum

08:15 Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Katrín gestur Þingvalla

08:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður gestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum en þátturinn er í beinni útsendingu kl. 10 á K100 og hér á mbl.is. Meira »

Nokkrir í haldi lögreglu

07:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Nokkrir hafa verið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu. Þar á meðal maður sem er grunaður um að hafa beitt opinberan starfsmann ofbeldi á heilbrigðisstofnun í gærkvöldi. Meira »

Sigurjón Bragi Kokkur ársins

06:30 Sigurjón Bragi Geirsson, matreiðslumaður hjá Garra heildverslun og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins, sigraði í keppninni Kokkur ársins 2019, sem fór fram í Hörpu í gærkvöldi. Meira »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...