Brátt hverfa bæturnar

Horfur eru á aukinni bótabyrði sveitarfélaga vegna atvinnuleysis.
Horfur eru á aukinni bótabyrði sveitarfélaga vegna atvinnuleysis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Horfur eru á að rúmlega þúsund manns missi rétt til atvinnuleysisbóta á næstu þrjú hundruð dögum að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar.

Atvinnulausir eiga rétt á greiðslu atvinnuleysisbóta samfellt í þrjú ár en að þeim loknum eiga þeir kost á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar er ekki sú sama hjá öllum sveitarfélögum en í öllum tilfellum er fjárhæðin lægri en grunnatvinnuleysisbætur Vinnumálastofnunar.

Mikill fjöldi missti vinnu í kjölfar efnahagskreppunnar á Ísland sem olli töluverðri fjölgun á bótaþegum Vinnumálastofnunar. Margt fólk hefur enn ekki fundið sér vinnu og segir Gissur greiðslu bóta þannig færast yfir á sveitarfélög að miklu leyti á næstu misserum ef ekki tekur að birta til í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »