„Verulega líkur“ á eðjuflóðum

Svaðbælisá í ham við Lambafell.
Svaðbælisá í ham við Lambafell. mbl.is/Þorgeir Sigurðsson

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja „verulega líkur“ á frekari eðjuflóðum niður suðurhlíðar Eyjafjallajökuls. Ekki þurfi mikla rigningu til að koma flóðum af stað svipuðu þeim sem kom í Svaðbælisá 19. maí. Hugsanlegt er að jarðskjálfti geti komið af stað flóði.

„Í ljósi þess hve óstöðugur gjóskustaflinn er og hversu litla úrkomu þarf til þess að koma eðjuflóði af stað teljum við miklar líkur á því að flóð verði á vatnasviðum Svaðbælisár og Laugarár, og að minni flóð geti fallið niður farvegi Holtsár og Kaldaklifsár. Þar sem þykkt gosefna er mest ofan Svaðbælisheiðar teljum við hættu á því að flóð í Svaðbælisá og Laugará geti orðið allstór, þ.e. jafn stór og jafnvel eitthvað stærri en flóðið 19. maí,“ segir í skýrslu Veðurstofunnar.


Ekki þurfti meira en 10mm sólarhringsúrkomu á láglendi til þess að valda flóðinu í Svaðbælisá þann 19. maí. Veðurstofan mun fylgjast með úrkomu og vara Almannavarnayfirvöld við ef spá bendir til þess að svipuð eða meiri úrkoma en þetta sé í vændum. „Ef sólarhringsúrkoma fer yfir 50–100mm teljum við nokkuð víst að eðjuflóð falli. Rétt er að taka fram að vatnsmetta eðjulagið ysjast auðveldlega og því er ekki ólíklegt að jarðskjálfti geti komið af stað eðjuflóðum.
Vert að fylgjast með stórum jarðskjálftum í tengslum við þessa vá, einkum eftir úrkomu.“


Í skýrslunni er tekið fram að þess ber að gæta að þegar eðjuflóðin féllu 19. maí, féll mesta úrkoman á efri hluta jökuls sem snjór og að öllum líkindum hafa gjóskulögin í efri hlíðum verið frosin á þessum tíma. „Með hækkandi sól færist frostlínan ofar og úrkoma mun falla sem rigning fremur en snjór. Því má búast við að töluvert efni úr efri hlíðum jökulsins eigi eftir að gefa eftir og mynda eðjuflóð.“


Hætta á eðjuflóðum niður norðurhlíðar Eyjafjallajökuls er miklu minni en á sunnanverðum jöklinum. Lítið er um fínefni í gjóskulögum norðurhlíðanna og því er ekki sami skriðflötur þar og að sunnan. Efnið í norðurhlíðunum er grófkornóttara og einnig eru lögin ekki eins þykk. Þó má búast við gjóskutaumum og smáskriðum í miklum rigningum.


Þar sem mikla gjósku lagði yfir suðurhlíðarnar neðanverðar má reikna með miklum fjölda lítilla aurskriðna um allt svæðið, einnig úr undirhlíðum fjallsins. Gjósku lagði yfir austur- og suðausturhlíðar jökulsins sem á eftir að skolast niður Kaldaklifsá og Skógaá. Til að vernda samgöngumannvirki þarf að huga að því að hreinsa árfarvegi eftir eðjuflóð eða fyrir mikla úrkomu þar sem mikill aurburður fylgir slíkum flóðum.

Veðurstofan telur að eðjuflóð úr suðurhlíðum Eyjafjallajökuls geti orðið langvarandi vandamál sem fylgjast þarf vel með næstu mánuði og jafnvel ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Örlygur Sigursson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...