Bíða enn í óvissu um réttaráhrif dómanna

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, …
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, og Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, bíða eftir fundi þingnefndanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fundir í þingnefndum og í ríkisstjórn virðast hafa skilað fáu öðru en því að stjórnvöld hyggjast bíða eftir frekari viðbrögðum fjármálafyrirtækja við dómum Hæstaréttar um að gengistryggð lán hafi verið ólögmæt.

„Það hefur verið kallað eftir einhverskonar leiðsögn um hvernig eigi að vinna úr þessum málum. Það er verið að skoða hvort það sé æskilegt. Ætlunin með slíkri leiðsögn verður ekki að taka rétt af neinum og þá allra síst af lántakendum. Það er til skoðunar núna,“ sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í gær.

Þá hafa Spron og Frjálsi fjárfestingarbankinn sent viðskiptavinum sínum bréf þess efnis að réttarstaða þeirra sé óbreytt. Samningar þeirra hafi ekki verið sambærilegir þeim sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert