Eldsneytisverð mun fljótlega hækka að nýju

Forsvarsmenn stóru olíufélaganna segja álagningu á eldsneyti vera mun minni en hún þurfi að vera til að þau geti náð þeim framlegðarkröfum sem eru á félögunum.

Breytist skilyrði ekki á alþjóðlegum mörkuðum er óhjákvæmilegt að verðið hækki, segja þeir við Morgunblaðið í dag og telja ljóst að félögin geti ekki haldið verðstríðið lengi út.

Miklar sviptingar urðu á eldsneytismarkaðnum í gær þar sem Olís hækkaði fyrst verð um 20 krónur á lítrann en lækkaði það svo aftur þar sem hin félögin fylgdu ekki á eftir. Skeljungur fylgdi að vísu á eftir að hluta, og hækkaði verð um tólf krónur, sem einnig gekk til baka.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert