Kemur forsetanum til varnar

Hópur fólks skoraði á forsetann að synja Icesave-lögunum staðfestingar sem ...
Hópur fólks skoraði á forsetann að synja Icesave-lögunum staðfestingar sem og hann gerði í janúarbyrjun. Rax / Ragnar Axelsson

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kveðst alfarið ósammála Magnúsi Orra Schram, Samfylkingu, um að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi valdið hagsmunum Íslands skaða með ummælum sínum í kjölfar synjunar á Icesave-lögunum. Þvert á móti hafi forsetinn unnið þjóðinni gagn.

„Mér finnst þetta hjákátlegt að Magnús Orri sé að lýsa því yfir að hann sé núna, einum til tveimur árum eftir að menn þurftu að byrja að kynna málstað Íslands, að reyna að gera eitthvað í málinu og skammast svo um leið út í forsetann, sem á ekkert annað en heiður skilinn fyrir framgöngu sína í Icesave-málinu,“ segir Höskuldur en ummælin sem hann er að bregðast við má nálgast hér.

Vilja ekki málið fyrir dóm

Höskuldur bendir á að Íslendingum hafi verið meinað um dómstólaleiðina.

„Í munum huga er þetta skýrt. Við framsóknarmenn höfum ávallt lýst því yfir að við séum reiðubúnir að borga það sem við eigum að borga. Við höfum hins vegar gert ágreining um mörg efnisatriði. Ég hef aldrei lýst því yfir að við eigum að greiða lágmarksupphæðina, 20.887 evrur, nema að Hæstiréttur eða alþjóðlegur dómstóll urskurði að við eigum að gera það.

Bretar og Hollendingar hafa hingað til neitað okkur um dómstólaleiðina. Þá bendum við líka á það að Icesave-samningarnir 1 og 2, ef við getum kallað þá svo, voru afar ósanngjarnir fyrir Ísland og við gátum ekki sætt okkur við það. Ég vona að Magnús Orri bendi í samtölum sínum við evrópska þingmenn á að það er mikill og djúpstæður ágreiningur um þetta mál innanlands og að stór hluti þjóðarinnar hafi hafnað þeirri leið sem ríkisstjórnin hefur viljað fara.“

Forysta forsetans 

Höskuldur telur forsetann hafa sinnt verkefni sem ríkisstjórnin hefði átt að fara fyrir.

„Ég er sammála því að það hefur mistekist að gera grein fyrir réttarstöðu Íslands og á því beri ríkisstjórnin ábyrgð. Enginn annar. Það er enginn annar sem getur haldið uppi þeim áróðri erlendis þótt Indefence-hópurinn, við framsóknarmenn og forsetinn höfum gert það sem í okkar valdi stendur. Mér finnst afar ósanngjarnt að skella skuldinni á forsetann.

Hann hefur gert þjóðinni gríðarmikið gagn í þessari Icesave-deilu og haldið uppi merki merki þjóðarinnar og í raun og veru gert hluti sem ríkisstjórnin ætti að gera,“ segir Höskuldur Þórhallsson.

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fólk eigi að geta notað peninga

16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...