Mótmæla skotveiðitakmörkunum

Tillögur stjórnar Vatnajökullsþjóðgarðs fela í sér bann við veiðum á …
Tillögur stjórnar Vatnajökullsþjóðgarðs fela í sér bann við veiðum á tilteknum svæðum. Sigurður Aðalsteinsson

Skotveiðimenn á Íslandi mótmæla harðlega þeim takmörkunum á veiðum í náttúru Íslands sem fram koma í tillögum stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs í stjórnunar og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn.

Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, stóð fyrr í kvöld fyrir opnum fundi þar sem tillögur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðar voru ræddar.

Tillögurnar fela meðal annars í sér takmarkanir á skotveiði og jafnvel bann við skotveiði á vissum svæðum þjóðgarðarins. 

Ályktun var samþykkt á fundinum og er hún á þessa leið:

„Við krefjumst þess að ekki verði hreyft við hefðbundnum skotveiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs og staðið verði við loforð sem gefin voru við stofnun hans. Veiðar hafa verið stundaðar á svæði þjóðgarðsins um aldir og við krefjumst þess að allar tillögur sem á einn eða annan hátt skerða möguleika almennings til að stunda skotveiðar innan þjóðgarðsins verði felldar út úr tillögunni.“

Stjórn Skotvís leggur áherslu á að almenningur kynni sér tillögur stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs en þær má finna hér.

Frestur til að skila inn athugasemdum við tillögurnar rennur úr á fimmtudaginn, 24. júní 2010.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert