Ætlað til heimabrúks

Icesave-samningunum mótmælt.
Icesave-samningunum mótmælt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég held að breski forsætisráðherrann hafi fyrst og fremst verið að spila fyrir heimamarkaðinn,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um ummæli Davids Camerons, forsætisráðherra Breta, um að Bretar muni nýta sér viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu til að fá Íslendinga til að greiða 2,3 milljarða punda, þ.e. lágmarkstrygginguna vegna Icesave-reikninganna.

Össur sagði þó að ekki væri hægt að útiloka að Bretar og Hollendingar reyndu með einhverjum hætti að koma ár sinni fyrir borð í þeim. Það yrði bara að koma í ljós.

„[Málflutningur Camerons] ber það með sér að enginn hefur haft fyrir því að skýra út fyrir honum út á hvað málið gengur,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Það á að vera til nóg af eignum í þrotabúi Landsbankans til að standa [undir skuldbindingum gamla Landsbankans]. Forsætisráðherrann breski virðist ekki þekkja málið nógu vel, því hann taldi að Íslendingar skuldi þennan pening. En Íslendingar hafa aldrei tekið þetta lán; þrotabú bankans skuldar kröfuhöfum þessa peninga.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »