Almenningur fengi reikninginn

Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni.
Ótollaðir bílar í geymslu. Úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra telur að ef sú leið verði farin að endurgreiða  gengislán aftur í tímann og bjóða lántakendum upp á samningsvexti, jafnvel allt niður í 2-3%, geti það þýtt að styrkja þurfi eiginfjárgrundvöll bankanna með ríkisframlagi. Almenningur fengi því reikninginn.

Gylfi leggur áherslu á að málið sé flókið og viðamikið.

Hæstiréttur skeri úr um álitamál

„Það eru mörg álitamál í þessu efni en hvert þeirra er nú þannig að á endanum þarf Hæstiréttur að skera úr um það. Það hefur verið mitt mat og raunar kom það fram í máli seðlabankastjóra og fleiri að það yrði mjög þungt högg fyrir fjármálakerfið ef það yrði unnið úr þessum málum þannig að einungis samningsvextir væru áfram á þessum gengistryggðu lánum.

Það myndi valda verulegum vandræðum í fjármálakerfinu og gríðarlegum kostnaði fyrir ríkissjóð sem myndi þá falla á skattgreiðendur, fyrir utan að þetta yrði mjög ósanngjörn lausn, bæði frá sjónarhóli lánveitenda og þeirra sem eru með annars konar lán. Þannig að ég held að það sé algerlega ófær leið að samningsvextir standi og ég get ekki ímyndað mér að Hæstiréttur myndi komast að slíkri niðurstöðu. En það er auðvitað eitt af því sem haldið er fram í umræðunni þannig að það þarf að undirbúa sig undir það.“

Mjög lágir vextir

- Hvað eru samningsvextirnir háir?

„Þeir eru mismunandi eftir samningum en það á þá til dæmis við í lánum í jenum og svissneskum frönkum að þeir eru yfirleitt reiknaðir útfrá millibankavöxtum, LIBOR-vöxtum, í þessum löndum, og svo með álagi sem er kannski um 1-2%.

Það eru þá samningsvextirnir í þessum samningum.“

- Eru því þar á ferð vextir allt niður í 2-3%?

„Já. Væntanlega væru allra lægstu tölurnar þannig.“

- Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að ef þetta skref yrði stigið myndi það verða ógn við innlán í bankakerfinu, með því að grafa undan grundvelli bankakerfisins. Ertu sammála því?

„Ég ætla nú ekki að taka alveg undir það en þetta myndi engu að síður fara mjög illa með eigið fé bankanna. Og þó þeir ættu fyrir öllum kröfum og innistæðum að þá myndi þetta fara mjög illa með eigið fé þeirra og það myndi þýða að það þyrfti að leggja þeim til verulegt nýtt eigið fé. Það þyrfti að koma frá ríkinu, allavega frá þeim fjármálastofnunum sem eru í eigu ríkisins. Það gæti þó líka verið að ríkið þyrfti að leggja öðrum fjármálafyrirtækjum fé.“

Allir tækju þátt í kostnaðinum

- Þannig að þeir sem tóku engin gengislán þyrftu þá að greiða hærri skatta til að standa undir þessari eiginfjáraukningu?

„Já, og allir skattgreiðendur í landinu.“

- Hvað með það sjónarmið Péturs H. Blöndals að það þyrfti hugsanlega að skerða lífeyri ef farið yrði út í svona aðgerðir?

„Líklega ekki beint nema menn færu að færa niður lán lífeyrissjóðanna eitthvað líka. Þeir veittu auðvitað engin gengistryggð lán og eru í engri beinni hættu hvað það snertir en væntanlega yrði einhver þrýstingur á, eða aukinn þrýstingur, á að færa niður þannig lán líka, sem myndi þá þýða skertar lífeyrisgreiðslur til allra landsmanna, bæði í nútíð og framtíð.“

Gæti komið til afskrifta

- Þessi umræða vekur augljóslega miklar tilfinningar. Hvað viltu segja við þjóðina á þessum ólgutímum varðandi þá réttlætiskröfu að nú beri að færa niður lán?

„Hún er mjög skiljanleg en ég verð enn og aftur að vekja athygli á því að þetta misgengi lána og launa, sem menn augljóslega standa frammi fyrir, að það var að mínu mati tekið á því með mjög skynsamlegum hætti með greiðslujöfnun.

Hún felur í sér að ef þetta misgengi gengur ekki til baka að fullu, og þar að auki hratt, að þá verði lán afskrifuð. Þannig að í raun er fólgin í því greiðslujöfnun við verulega afskrift lána ef efnahagslífið nær sér ekki aftur á strik. Og auðvitað vonum við að efnahagslífið nái sér á strik og ef að það gerir það að þá er vandinn leystur.“

- Hvernig bregstu við þeim orðrómi að ofangreind leið myndi auka líkur á að bankakerfið kynni að riða til falls með tilheyrandi hættu fyrir innistæður?

„Ég verð nú að lýsa yfir þeirri eindregnu skoðun minni að öll viðfangsefnin eru viðráðanleg. Jafnvel versta hugsanlega niðurstaða frá sjónarhóli bankanna hvað varðar þessi gengitryggðu lán er þannig að bankakerfinu er viðbjargandi en það yrði mjög dýrt.“

Ítrekar að allar innistæður sé tryggðar

- Hvað segirðu við fólk sem á verðtryggðar bankainnistæður og óttast um að þær kunni að hverfa með falli bankanna, áhyggjur sem m.a. hefur borið á í bloggi við nýleg viðtöl um þetta efni?

„Þær munu ekki gera það því að í fyrsta lagi er áhættan ekki svo mikil að bankarnir eigi ekki fyrir öllum kröfum, þar á meðal innistæðum. Þar fyrir utan stendur áfram og mun standa enn um sinn yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um að allar innistæður sé tryggðar. Þá á ég við allar innistæður í innlendum innlánsstofnunum, óháð upphæð,“ segir Gylfi Magnússon.

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Engin vísbending um E-coli

16:03 Engin vísbending er um að E-coli-baktería hafi fundist í sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í gær úr dreifikerfi fyrir neysluvatn Reykvíkinga, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem fengust í hádeginu í dag. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
 
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...