Átta ára golfsnillingur

Sigurður Arnar Garðarsson hefur stundað golf frá því hann var tveggja ára gamall. Hann er nú með rétt rúmlega 20 í forgjöf. Þegar Sigurður Arnar tekur þátt í mótum keppir hann í flokki 14 ára og yngri og er því að keppa við kylfinga sem eru tæðlega tvöfalt eldri en hann.

Mbl sjónvarp hitti Sigurð og spilaði með honum nokkrar holur í Leirdalnum, velli þeirra GKG manna. 

mbl.is