Hafi bara áhrif á gengistrygginguna

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands mbl.is/Brynjar Gauti
Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau telji að dómar Hæstaréttar frá miðvikudeginum 16. júní, þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögmæt, breyttu engum öðrum ákvæðum gengistryggðra lánasamninga.

„Vaxtakjör sem kveðið er á um í lánasamningum lánþega og lánveitenda skulu því gilda og við þá samninga skal standa nema á annan veg sé samið eða dæmt.

Bent er á að stjórnvöld og kröfuhafar féllust ekki á tillögur um heildstæða lausn í fyrra, svo sem um að gerðardómur kvæði upp úr um lögmæti og forsendubrest og önnur lagarök sem kröfuhöfum hefur verið fullkunnugt um.

Lánþegar hafa mátt þola nóg vegna framgöngu eigenda og stjórnenda bankanna í aðdragandi og kjölfar hrunsins - þó ekki eigi að bæta á herðar þeim þeirri kvöð að endurfjármagna fjármálastofnanir landsins að nýju.

Lýst er furðu á þeim ummælum seðlabankastjóra, að nauðsynlegt sé að breyta vaxtaákvæðum gengistryggðra lánasamninga svo eigendur bankanna þurfi ekki að leggja þeim til aukið fé. Það á ekki að vera hlutverk lánþega að leggja einkafyrirtækjum til aukið rekstrarfé þegar hæfni stjórnenda þrýtur og rekstur stefnir niður á við. Slíkt er hlutverk fjárfesta. Engar ákvarðanir um meðferð gengistryggðra lána verða teknar án aðkomu fulltrúa neytenda.

Stjórnvöld hafa frá hruni nær eingöngu hugsað um hagsmuni fjármálafyrirtækja á kostnað viðskiptavina þeirra. Það hefur skilað þjóðinni þeirri stöðu sem hún er í núna.

Ef það er mat stjórnvalda, að bankakerfið geti ekki staðið af sér dóma Hæstaréttar, sem er ekki trúverðug staðhæfing enda stangast hún á við fyrri yfirlýsingar ráðherra, þá er lagt til víðtækt samráð eða samninga um hvernig bregðast megi við svo allir geti gengið sáttir frá borði.

Saman og hver í sínu lagi hafa undirritaðir marg bent á, að lausn skuldavanda heimilanna og atvinnulífsins eigi að vera sameiginlegt viðfangsefni allra málsaðila. Samræður aðila eru fyrsta skref í átt að lausn. Einhliða ákvarðanir stjórnvalda og þeirra sem Hæstiréttur dæmdi brotlega er hvorki lögleg leið, né réttlát eða leið til sátta.

Réttaróvissa er ekki lengur fyrir hendi eftir dóma Hæstaréttar en óvissa vegna ágreinings um framhaldið getur verið skaðleg öllum málsaðilum og þjóðfélaginu öllu ef sameiginlegur sáttafarvegur finnst ekki fljótt. Neytendur hafa beðið niðurstöðu í hálft annað ár og geta ekki beðið nokkra mánuði í viðbót," segir í yfirlýsingu sem samtökin, auk talsmanns neytenda hafa sent frá sér.

Sömu aðilar hafa sent á alla alþingismenn drög að reglum sem samtökin telja að hægt sé að nota til að leysa úr þeim vanda sem fjármálafyrirtæki telja sig vera komin í vegna dóma Hæstaréttar.  Samtökin telja reglurnar sanngjarnar og réttlátar miðað við þá ótvíræðu og afdráttarlausu niðurstöðu sem að mati samtakanna fólst í dómum Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...