Prestum sent nýtt hjónavígsluform

Verið er að leggja lokahönd á nýtt hjónavígsluform sem sent verður til presta Þjóðkirkjunnar fyrir helgi. Formið tekur mið af nýjum hjúskaparlögum og verður heimilt að nota það fyrir öll pör er biðja um hjónavígslu. Eftir sem áður gildir einnig það form sem er í Handbók kirkjunnar.

Kenningarnefnd fjallaði um viðbrögð Þjóðkirkjunnar við nýjum hjúskaparlögum  á þremur fundum maí og júní. Niðurstaða hennar var að  fela  helgisiðanefnd að leggja fram tillögu að nýju hjúskaparformi og samþykkti kenningarnefnd hana fyrir sitt leyti á fundi sínum síðastliðinn mánudag, samkvæmt tilkynningu.

Biskupafundur fjallaði um tillöguna sama dag og samþykkti að þetta form megi nota til reynslu frá og með næsta sunnudegi þegar  hjúskaparlögin öðlast gildi.  Formið  verður síðan lagt fyrir kirkjuþing í haust.  Fjórum fulltrúum kenningarnefndar var falið að ganga frá álitsgerð um hjónabandið í ljósi hinna nýju laga.

Hjúskaparlögin nýju og umræða um þau á Alþingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert