Vilja sleppa við stóran hluta ESB-löggjafar um sveitarstjórnarstigið

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson. mbl.is/RAX

Sveitarfélög á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein, þeim EFTA-ríkjum sem eru í EES, hafa komið sér upp vettvangi til að eiga samskipti við Héraðsnefnd Evrópusambandsins (e. Committee of the Regions), sem er nokkurs konar sveitarstjórnarstig sambandsins.

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA er í raun nefnd sem Norðmenn og Íslendingar skipa sex menn í hvorir, en Liechtenstein á eftir að skipa sína fulltrúa. Halvdan Skard frá Noregi verður formaður nefndarinnar en Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður varaformaður

„Þessi vettvangur mun hjálpa okkur við að koma hagsmunamálum okkar á framfæri á upphafsstigum mála innan Evrópusambandsins,“ segir Halldór í Morgunblaðinu í dag. Málið snýst um að koma sjónarmiðum þessara svæða að snemma í löggjafarferlinu, svo íslensk sveitarfélög þurfi ekki að framfylgja alls kyns reglum sem eiga betur við þéttbýl svæði á meginlandi Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »